Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 19. mars 2018 20:00
Ingólfur Stefánsson
Ronaldo var ellefu mörkum á eftir Messi þegar hann tók veðmál
Magnaður
Magnaður
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo hélt áfram ótrúlegri markaskorun sinni á árinu þegar hann skoraði 4 mörk í 6-3 sigri Real Madrid á Girona.

Sóknarmaðurinn hefur nú skorað í 8 leikjum í röð í öllum keppnum. Þá hefur hann skorað 18 mörk í síðustu 9 leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni.

Ronaldo byrjaði tímabilið ekki jafn vel en eftir leik Real Madrid gegn Las Palmas þar sem Ronaldo tókst ekki að skora hafði hann einungis skorað 1 mark í fyrstu 7 leikjum sínum á tímabilinu.

Lionel Messi var á sama tíma kominn með 12 mörk fyrir Barcelona. Samkvæmt Marca gerði Ronaldo veðmál við liðsfélaga sína hjá Real Madrid eftir þann leik um að hann yrði markakóngur spænsku úrvalsdeildarinnar.

Eftir fjögur mörk gegn Girona er Ronaldo kominn upp í annað sæti í keppninni um gullskóinn á Spáni. Leikmaðurinn er enn þremur mörkum frá Lionel Messi sem er markahæstur.

Bæði Real Madrid og Barcelona eiga níu leiki eftir af tímabilinu. Þar með talinn El Clasico í maí.

Þrátt fyrir að vera enn þremur mörkum á eftir Messi í markaskorun er Ronaldo með töluvert betra markahlutfall en Argentínumaðurinn. Messi hefur spilað fimm fleiri leiki en Ronaldo.

Ronaldo hefur skorað mark á 92 mínútu fresti á meðan Messi hefur skorað mark á 98 mínútu fresti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner