Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. mars 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Salah gæti náð markametinu í ensku úrvalsdeildinni
Magnaður.
Magnaður.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili með 28 mörk eftir að hann skoraði fernu gegn Watford á laugardaginn. Salah er nú fjórum mörkum á undan Harry Kane í baráttunni um markakóngstitilinn í úrvalsdeildinni.

Egyptinn hefur komið á kostum hjá Liverpool síðan hann kom til félagsins frá Roma síðastliðið sumar á 36,9 milljónir punda og skorað samtals 36 mörk í öllum keppnum.

Salah hefur nú þegar sett met yfir flest mörk á fyrsta tímabili með Liverpool. Salah er með 36 mörk í öllum keppnum en fyrra metið átti Fernando Torres þegar hann skoraði 33 mörk tímabilið 2007/2008.

Salah hefur bætt Robbie Fowler hjá Liverpool yfir flest mörk með vinstri fæti. Salah hefur skorað 23 mörk í öllum keppnum með vinstri fæti en Fowler skoraði 19 tímabilið 1994/1995.

Í augnablikinu er Salah markahæstur allra í stærstu deildum Evrópu en Ciro Immobile, Edinson Cavani, Lionel Messi og Harry Kane koma næstir með 24 mörk.

Salah þarf þrjú mörk í viðbót til að jafna metið í ensku úrvalsdeildinni á 38 leikja tímabili. Luis Suarez, Alan Shearer og Cristiano Ronaldo eiga markametið með 31 mark og Salah á sjö leiki eftir á þessu tímabili til að jafna það met.

Metið í ensku úrvalsdeildinni er 34 mörk en þá var um að ræða 42 leikja tímabil. Andy Cole skoraði 34 mörk tímabilið 1993/1994 og Alan Shearer gerði slíkt hið sama tímabilið þar á eftir áður en liðunum í deildinni var fækkað úr 22 í 20.
Athugasemdir
banner
banner
banner