Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 19. mars 2018 19:30
Ingólfur Stefánsson
Samkomulag milli Brasilíu og Tottenham
Mynd: Getty Images
Brasilíska landsliðið og Tottenham hafa skrifað undir samkomulag sín á milli sem snýr að æfingaaðstöðu Tottenham.

Brasilía mun nota æfingasvæði Tottenham í undirbúningi sínum fyrir HM í Rússlandi næsta sumar.

Brasilía mun mæta Króatíu í æfingaleik í Englandi 3. júní næstkomandi og Austurríki þann 10. júní í Vín.

Í tilkynningu frá knattspyrnusambandi Brasilíu segir:

„Við höfum náð samkomulagi við Tottenham Hotspur um afnot af æfingasvæði félagsins. Aðstaða Tottenham verður aðgengileg Brasilíska landsliðinu frá og með 28. maí næstkomandi."

Brasilíumenn hefja leik á HM þann 17. júní næstkomandi og mæta Sviss. Liðið er í E-riðli ásamt Kosta Ríka, Sviss og Serbíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner