Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. mars 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Segir að Salah kosti að minnsta kosti 150 milljónir punda
Salah hefur slegið í gegn hjá Liverpool.
Salah hefur slegið í gegn hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Tony Cottee, sparksérfræðingur hjá Sky Sports, segir að Mohamed Salah sé að minnsta kosti 150 milljóna punda virði. Salah er kominn með 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu
tímabili eftir að hann skoraði fernu í 5-0 sigri Liverpool á Watford um helgina.

Salah hefur meðal annars verið orðaður við Real Madrid en Cottee telur að Liverpool ætli ekki að selja hann nema fyrir mjög háa upphæð.

„Coutinho fór á 146 milljónir punda og ég tel að Liverpool myndi vilja fá svipaða upphæð fyrir hann (Salah) til að hugsa um sölu," sagði Cottee.

„Hann er bara nýkominn til Liverpool og er búinn að eiga stórkostlegt tímabil svo af hverju ætti hann að vilja fara? Liverpool er að reyna að byggja upp og ef þeir geta unnið Manchester City þá ættu þeir eiga að fína möguleika á að vinna Meistaradeildina."

„Það er ýmislegt í gangi hjá félaginu og ég held að Mo Salah myndi ekki vilja fara en ef að hann myndi fara þá myndi félagið að minnsta kosti vilja fá 150 milljónir punda fyrir hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner