Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. mars 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Tíu leikmenn á förum frá Man Utd?
Powerade
Fellaini er einn af þeim sem gætu farið frá United í sumar.
Fellaini er einn af þeim sem gætu farið frá United í sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin klikka ekki í dag frekar en fyrri daginn. Skoðum slúður dagsins.



Real Madrid hefur náð samkomulagi um að kaupa Robert Lewandowski (29) framherja Bayern Munchen í sumar. (Mundo Deportivo)

Burnley er tilbúið að tvöfalda laun markvarðarins Nick Pope (25) til að koma í veg fyrir að hann fari til Newcastle. Pope, sem var valinn í enska landsliðið í síðustu viku, er í dag með 15 þúsund pund í laun á viku hjá Burnley. (Sun)

Manchester United hefur nýtt sér ákvæði í samningi Ashley Young (32) til að framlengja samninginn um eitt ár eða til sumarsins 2019. (Mail)

Allt að tíu leikmenn gætu farið frá Manchester United í sumar. Þar á meðal eru Michael Carrick (36) sem er að leggja skóna á hilluna og samningslausu leikmennirnir Marouane Fellaini (30) og Zlatan Ibrahimovic (36). (Express)

Leikmenn Manchester United finnst Luke Shaw (22) fá ósanngjarna meðhöndlun hjá Jose Mourinho. Stjórinn gagnrýndi Shaw eftir leikinn gegn Brighton í enska bikarnum helgina. (Telegraph)

Nemanja Matic segir að miklar kröfur hjá Jose Mourinho geri það að verkum að það sé mjög erfitt að spila undir hans stjórn. Matic segist þó njóta þess. (Independent)

Thiago Silva, fyrirliði PSG, er viss um að Neymar verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir að hann hafi verið orðaður við Real Madrid. (Canal+)

WBA vill fá spænska framherjann Guillermo (24) frá Numancia á tvær milljónir punda. (Sun)

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Sol Camobell fór í starfsviðtal hjá Grimsby Town en fékk ekki starfið því hann vantaði reynslu. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner