mán 19. mars 2018 23:30
Ingólfur Stefánsson
Van Dijk: Ég á mikið inni
Mynd: Getty Images
Virgil Van Dijk varnarmaður Liverpool segir að hann eigi eftir að bæta sig enn frekar hjá Liverpool og að hann eigi mikið inni.

Hann gekk til liðs við Liverpool frá Southampton fyrir 75 milljónir punda í janúar og hefur hjálpað liðinu að halda fjórum sinnum hreinu í 10 leikjum í baráttunni um 4. sæti deildarinnar.

Aðspurður hvort það hefði verið auðveldara að aðlagast nýju liði en hann átti von á sagði hann:

„Ég veit það ekki. Augljóslega voru gerðar miklar væntingar til mín en ég er að verða betri og betri og ég finn að ég er farinn að spila betur með leikmönnunum hér."

Liverpool mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni eftir landsleikjahlé áður en þeir taka á móti Manchester City í fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þetta verða erfiðir leikir. Manchester City er með gott lið. Það er erfitt að spila á móti þeim og við þurfum að gefa 100% og jafnvel meira til þess að ná að sigra þá í tveimur leikjum," sagði Van Dijk.

Van Dijk er í hollenska landsliðshópnum sem mætir Englandi og Portúgal í vinnáttulandsleikjum á næstu dögum. Ronald Koeman nýráðinn stjóri liðsins hefur gefið í skyn að Van Dijk gæti orðið framtíðarfyrirliði landsliðsins en sjálfur segist Van Dijk einungis vera að hugsa um að gera sitt besta fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner