Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. apríl 2014 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Juventus vann sautjánda heimaleikinn í röð
Pogba var hetja Juventus gegn Bologna
Pogba var hetja Juventus gegn Bologna
Mynd: Getty Images
Juventus 1 - 0 Bologna
1-0 Paul Pogba ('64 )

Ítalska meistaraliðið Juventus hélt sigurgöngu sinni á Juventus Stadium áfram í kvöld er liðið sigraði Bologna með einu marki gegn engu.

Liðið var með mikla yfirburði í leiknum og hélt bolta töluvert meira en Bologna en eftir nokkrar tilraunir uppskar meistaraliðið sigurmark á 64. mínútu.

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba skoraði það en hann lét þá vaða á markið með hægri í fjærhornið.

Lokatölur því 1-0 Juventus í vil en þetta var sautjándi sigurleikur liðsins í röð á heimavelli eins og áður kom fram.

Liðið er nú með 90 stig á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir en Roma, sem er að spila í augnablikinu er með 80 stig í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner