Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 19. apríl 2014 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Stóri Sam óánægður með Pablo Armero
Allardyce var ekki sá kátasti eftir tapið á heimavelli
Allardyce var ekki sá kátasti eftir tapið á heimavelli
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce var óánægður með tap West Ham gegn Crystal Palace í ensku deildinni fyrr í dag.

Mile Jedinak skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu og innsiglaði þar með fimmta sigur Palace í röð og þriðja tap Hamranna í röð.

,,Þetta var heimskuleg vítaspyrna sem Pablo Armero fékk á sig og hún leiddi til sigurmarksins," sagði Allardyce eftir tapið.

,,Hann þurfti ekki að brjóta af sér og auðvitað refsar Crystal Palace fyrir svona mistök.

,,Við lögðum okkur alla fram en komum einfaldlega ekki boltanum í netið. Stuðningsmennirnir voru alveg jafn óánægðir og þegar ég stýrði Blackburn, Newcastle eða Bolton. Það er aldrei gaman að tapa á heimavelli."

Athugasemdir
banner
banner
banner