Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 19. apríl 2015 20:00
Magnús Már Einarsson
Æfingaleikir: Fram sigraði Víking Ó - Riddarinn lagði BÍ/Bol
Eyþór skoraði tvö fyrir Fram.
Eyþór skoraði tvö fyrir Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Fram og Víkingur Ólafsvík léku æfingaleik á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal í dag. Fram vann leikinn 2-0 og gerði fyrrum leikmaður Víkinga, Eyþór Helgi Birgisson, bæði mörk Fram í leiknum. Það fyrra seint í fyrri hálfleik og það seinna í upphafi seinni hálfleiks.

Hvíti Riddarinn úr 4. deild gerði sér lítið fyrir og sigraði 1. deildarlið BÍ/Bolungarvíkur 4-3 í Mosfellsbæ í dag.

Þá skoraði Kría ellefu mörk í æfingaleik gegn Snæfell.

Fram 2 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Eyþór Helgi Birgisson
2-0 Eyþór Helgi Birgisson

Hvíti riddarinn 4 - 3 BÍ/Bolungarvík
1-0 Aron Elfar Jónsson ('5)
1-1 Nigel Quashie ('7)
1-2 Matthías Kroknes ('21)
2-2 Haukur Eyþórsson ('28)
3-2 Grétar Óskarsson ('36)
4-2 Ólafur Karlsson ('77)
4-3 Matthías Kroknes ('90)

Kría 11 - 0 Snæfell
Mörk Kríu: Bjarki Már Ólafsson (3), Sturlaugur Haraldsson (3), Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson (2), Snæbjörn Ásgeirsson, Egill Ploder og Eiríkur Ársælsson.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner