„Þetta var mikill iðnaður. Þetta var iðnaðarsigur," sagði Arnþór Ari Atlason, leikmaður Breiðabliks, eftir 1-0 sigur gegn Víkingi í undanúrslitum Lengjubikarsins. Blikar mæta KA í úrslitum á fimmtudag.
„Við kláruðum leikinn og það skiptir máli. Þetta var hinsvegar ekki fallegur fótbolti og við getum spilað miklu betur að mínu mati. Við komum okkur í úrslitaleikinn og það stefndum við á."
Arnþór skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni.
„Þetta var lúxus mark. Ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart. Ég smurði hann þarna í vinkilinn og vonandi geri ég meira af þessu."
„Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega og vonandi held ég því áfram inn í mótið."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en í miðju viðtali klæðir Arnþór sig í bol til að losna við að fá sekt!
Athugasemdir