„Þetta var vítakeppni sem var spiluð við einhverjar erfiðustu aðstæður sem um getur í sögu íslensks fótbolta. Það gekk erfilega fyrir menn að halda boltanum kyrrum.“ Sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn KA í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag. Mikill vindur var á svæðinu sem gerði leikmönnum erfitt fyrir allan leikinn.
Gunnlaugur var ósáttur með að hafa ekki náð að klára leikinn í venjulegum leiktíma. „Við vorum sérstaklega hættulegir seinustu tíu mínúturnar og sköpuðum okkur færi sem hefðu átt að duga. En ég óska KA-mönnum til hamingju og vona svo sannarlega að þeir fari alla leið og vinni úrslitaleikinn.“
„Við þurfum bara að byrja að einbeita okkur að fyrsta leik í móti. Við erum búnir að gera ágætis mót í þessum deildarbikar og erum ánægðir með það og ég er þannig lagað ánægður með þennan leik miðað við mjög erfiðar aðstæður.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir