Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 19. apríl 2015 18:56
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn: Breiðablik og KA í úrslitaleik
KA er komið í úrslitaleik.
KA er komið í úrslitaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Undanúrslitaleikir Lengjubikarsins fóru fram í dag. Breiðablik vann 1-0 sigur gegn Víkingi í Fossvoginum og á Akureyri vann KA sigur gegn ÍA í vítaspyrnukeppni.

Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma fyrir norðan og farið beint í vító. Markvörðurinn Srdjan Rajkovic varði síðustu vítaspyrnu keppninnar og tryggði KA sigur.

Arnþór Ari Atlason tryggði Breiðabliki iðnaðarsigur með því að skora eina mark leiksins með frábæru skoti fyrir utan teig í fyrri hálfleik.

Breiðablik og KA mætast í úrslitaleik í Kórnum á fimmtudagskvöld.

KA 1 - 1 ÍA (KA vann í vítaspyrnukeppni)
0-1 Jón Vilhelm Ákason ('29)
1-1 Sjálfsmark ('79)

Víkingur 0 - 1 Breiðablik
0-1 Arnþór Ari Atlason ('10)
Athugasemdir
banner
banner