Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. apríl 2015 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Mancini: Þetta var augljós vítaspyrna
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari Inter, var svekktur með markalaust jafntefli í erkifjendaslagnum gegn AC Milan fyrr í kvöld.

Mancini vildi vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Luca Antonelli, varnarmanni Milan. Dómarinn dæmdi ekki víti vegna þess að Antonelli hafði ekki tíma til að færa höndina frá boltanum.

,,Ég er ánægður með hvernig við spiluðum fyrstu 20 mínúturnar og allan síðari hálfleikinn. Það er synd að við höfum ekki unnið þennan leik," sagði Mancini við Sky Sport Italia.

,,Þetta var algjörlega augljós vítaspyrna. Þegar Guarin fékk dæmda hendi á sig í síðustu viku var það vítaspyrna, af hverju var þetta ekki vítaspyrna?"

Mörk voru dæmd af báðum liðum, rangstöðumark hjá Milan og sjálfsmark sem Philippe Mexes skoraði fyrir Inter þar sem Rodrigo Palacio var dæmdur brotlegur í aðdragandanum.

,,Ég er ekkert búinn að kvarta í 20 leiki en í síðustu tveimur hafa ákvarðanir farið gegn okkur, og þá er ég ekki að tala um markið sem var dæmt af því ég sá endursýningu og það er rétt að Palacio braut af sér.

,,Við gerðum allt til að vinna en Milan varðist vel og hafði heppnina með sér oftar en einu sinni. Ég vona að öll þessi óheppni verði að heppni á næsta tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner