sun 19. apríl 2015 15:29
Arnar Geir Halldórsson
Pellegrini: Vona að þetta hafi verið óviljaverk
Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini
Mynd: Getty Images
Það var þungu fargi létt af Sílemanninum Manuel Pellegrini þegar liðsmenn hans unnu sannfærandi sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var þó ekki eingöngu á jákvæðu nótunum hjá meisturunum því David Silva þurfti að yfirgefa leikvöllinn eftir að hafa hlotið þungt högg á 75.mínútu.

,,Hann er í þessum töluðu orðum á sjúkrahúsinu og þeir eru að skoða hvort hann hafi brotið kinnbein. Dómarinn var mjög nálægt þessu og hann ákvað að þetta væri gult spjald. Ég vona að þetta hafi verið óviljaverk".

,,Það var mikilvægt að vinna eftir tvo tapleiki í röð. Við verðum að halda áfram að vinna saman og það er mjög mikilvægt að enda eins ofarlega í töflunni og mögulegt er",
sagði Pellegrini.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Pellegrini að undanförnu en hann þykir valtur í sessi á Etihad. Hann var stuttorður þegar blaðamenn spurðu hann út í þessar vangaveltur. ,,Ég hef ekkert að segja um það".
Athugasemdir
banner
banner
banner