Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. apríl 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Þurfa að treysta á Arsenal til að komast í Evrópudeildina
Santi Cazorla og Alexis Sanchez hafa verið meðal lykilmanna Arsenal á tímabilinu.
Santi Cazorla og Alexis Sanchez hafa verið meðal lykilmanna Arsenal á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Það er gríðarlega hörð evrópubarátta í gangi í ensku úrvalsdeildinni þar sem Southampton, Tottenham og Liverpool eru öll á svipuðum slóðum í kringum evrópusvæðið.

Sex efstu sæti deildarinnar komast í evrópukeppnir og það lið sem endar í sjöunda sæti þarf að treysta á sigur Arsenal í úrslitaleik enska FA bikarsins gegn Aston Villa til að komast í Evrópudeildina.

Þetta er vegna reglubreytinga frá upphafi tímabilsins sem kveða að ef sigurlið enska bikarsins er í evrópusæti, þá fær sjöunda sæti deildarinnar þátttökurétt í stað liðsins sem tapar úrslitaleik bikarsins.

Reglan hefur verið þannig í mörg ár að taplið úrslitaleiksins kemst í evrópukeppni ef sigurlið bikarsins er þegar í evrópusæti, eins og gerðist í fyrra þegar Arsenal lagði Hull City af velli.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner