Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   sun 19. apríl 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Arnór Sveinn: Vonandi það sem koma skal
Arnór Sveinn Aðalsteinsson er nýr fyrirliði Blika.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson er nýr fyrirliði Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vona að þetta sé merki um það sem koma skal. Það var kraftur í okkur og við vorum að spila ansi vel. Ég get ekki séð af hverju við ættum ekki að geta haldið þessu áfram," segir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks.

Arnór var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær og er hægt að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Rætt var um Breiðabliksliðið og frábæra frammistöðu í 5-1 sigri gegn Val í Lengjubikarnum í síðustu viku en í dag mætir liðið Víkingi í undanúrslitum.

„Við erum með marga Blika og marga unga leikmenn í bland við eldri Blika. Menn eru í góðu standi svo við getum alveg spilað leiftrandi bolta. Við stefnum á Evrópubaráttuna og vera þarna við toppinn."

Arnar Grétarsson tók við þjálfun Breiðabliks fyrir tímabilið.

„Hann var sjálfur vel spilandi sem leikmaður og hann leggur áherslu á það en líka að menn taki hraðaupphlaupin þegar þeir geta. Við erum með góða leikmenn í það og hraða fram á við," segir Arnór og talar um mikla fagmennsku hjá Arnari.

„Það er þvílíkur vilji og áhugi hjá honum. Eftir hverja æfingu mætir hann og sér til þess að menn fari í ísbað, taki prótein og hugsi vel um sig. Hann setur mikla kröfu á okkur og lyftir hverjum og einum upp."

Arnar gerði Arnór að fyrirliða.

„Þetta er mjög mikill heiður og ég var mjög ánægður þegar Addi spurði mig hvort ég væri til í þetta," segir Arnór en viðtalið er í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner