mið 19. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA í Pepsi-deild karla er spáð 7. sæti í deildinni en þeir eru nýliðar í deildinni. Í dag er það sóknarmaðurinn, Ásgeir Sigurgeirsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ásgeir Sigurgeirsson.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Ekkert sérstakt sem ég man eftir.

Aldur: 20 ára.

Hjúskaparstaða: Er í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2011.

Uppáhalds drykkur: Kók í dós getur verið helvíti gott.

Uppáhalds matsölustaður: Bryggjan á Akureyri og Salka á Húsavík.

Hvernig bíl áttu: Er á mazda 3.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits er númer 1.

Uppáhalds tónlistarmaður: Hendi þessu á Jay Z.

Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter.

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: bjarkio.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, mars og daim.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ahh okey.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KF.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Man engan í augnablikinu.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Brynjar Hlöðversson fær þetta.

Sætasti sigurinn: Komast upp með Völsung 2012 og KA 2016.

Mestu vonbrigðin: Að slíta krossband 2014.

Uppáhalds lið í enska: Er Arsenalmaður, þori ennþá að viðurkenna það.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Pálmi Rafn.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Semja við Adidas.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Albert Guðmundsson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hallgrímur Mar Bergmann.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Klassísk Dóra María bara.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ívar Örn og Bjarni Aðalsteins og Daníel Hafsteins eru rosalegir.

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík á góðum sumardegi.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Váá er alveg tómur hérna.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Slekk á vekjaraklukkunni.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já er byrjaður að fylgjast með körfunni hérna heima og kíki lika á handboltann.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er í adidas ace 17.1.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Skriftin er ekki upp á 10.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Euphoria er það besta held ég.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Pálma Rafn, Baldur Sig og Aron Bjarka. Allt Húsvíkingar þannig það getur eiginlega ekki klikkað.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Má spila fyrir danska landsliðið.

Sjá einnig:
Mamma segir 'hagaðu þér vel' en ekki 'gangi þér vel'
Túfa: Umræðan um okkur hefur bara snúist um peninga
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: KA
Athugasemdir
banner
banner
banner