Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. apríl 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hummels kallar eftir myndbandsdómgæslu
Hummels var, eins og aðrir leikmenn Bayern, ósáttur með dómarann.
Hummels var, eins og aðrir leikmenn Bayern, ósáttur með dómarann.
Mynd: Getty Images
Mats Hummels, varnarmaður Bayern München, var ósáttur með störf dómarans, Victor Kassai, í gær. Kassai dæmdi leik Real Madrid og Bayern í Meistaradeildinni.

Kassai hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir störf sín í gær. Það þurfti að framlengja, en í framlengingunni missti hann öll tök. Hann rak Arturo Vidal af velli fyrir „soft" brot og tvö af þeim mörkum sem Madrídingar skoruðu í framlengingunni virtust vera ólögleg af sökum rangstæðu.

„Auðvitað erum við pirraðir og vonsviknir, en við erum líka stoltir," sagði Hummels. „Við gáfum allt í þetta."

„Þegar þú ferð inn í búningsklefann og horfir á annað og þriðja mark Real, þá veistu að dómarinn átti mjög slæman leik."

Myndbandsdómgæsla er eitthvað sem margir hafa kallað eftir. Þetta hefur t.d. verið prófað í Bandaríkjunum og Hummels vill að þetta verði tekið upp, sérstaklega eftir leikinn í gærkvöldi.

„Ég hef alltaf verið fylgjandi því," sagði Hummels um myndbandsdómgæslu. „Ég hef sagt það í mörg ár."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner