Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. apríl 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp býst við að Man Utd komist í Meistaradeildina
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, býst við því að sjá Manchester United í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hann telur að staða liðsins í ensku úrvalsdeildinni komi ekki til með að skipta máli.

Hann telur að rauðu djöflarnir séu líklegasta liðið til að vinna Evrópudeildina, en sigur í þeirri keppni veitir sæti í Meistaradeildinni.

„Manchester United er með ótrúlega vel samansettan hóp. Þeir eru mjög líklegir til þess að komast í úrslit Evrópudeildarinnar," sagði Klopp um erkifjendur Liverpool.

„United er með blöndu af reynslu, hraða og gæðum. Þeir eru svo sannarlega með gott lið. Þeir eru líklegastir til að vinna Evrópudeildina."

Man Utd mætir Anderlecht annað kvöld í seinni leiknum í 8-liða úrslitum. Fyrri leikurinn í Belgíu endaði með 1-1 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner