Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. apríl 2017 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lippi: Meistaradeildin mun halda Conte hjá Chelsea
Conte er búinn að koma Chelsea á toppinn.
Conte er búinn að koma Chelsea á toppinn.
Mynd: Getty Images
Marcello Lippi, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, telur að Antonio Conte verði áfram stjóri Chelsea á næsta tímabili.

Conte hefur verið orðaður við Inter, en hann telur að Meistaradeildin muni halda Conte í Lundúnarborg.

„Við erum að tala um hann vegna þess að hann er einn sá besti í heimi, hann lítur út fyrir að vera ánægður í Lundúnum," sagði Lippi, en hann þjálfaði Conte hjá Juventus á sínum tíma.

„Hann vill stýra Chelsea í Meistaradeildinni á næsta tímabili, þannig að ég held að hann muni ekkert breyta til."

Conte tók við Chelsea fyrir tímabilið og hefur gert frábæra hluti. Hann er búinn að koma Chelsea aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner