Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 19. apríl 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku: Ég fæ aldrei nóg af fótbolta
Fylgist með sjónvarpsstöðvunum hjá stórliðunum
Lukaku brosir breitt.
Lukaku brosir breitt.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar og kemur til greina sem leikmaður tímabilsins.

Lukaku er á mála hjá Everton, en búist er við því að hann fari annað í sumar. Hann vill ekki skrifa undir nýjan samning og hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu.

Hann hefur verið að tala um líf sitt fyrir utan fótboltann, en hann segist fylgjast með sjónvarpsstöðvunum hjá stærstu liðum Evrópu.

„Ég fæ aldrei nóg af fótbolta. Ég hugsa um fótbolta alveg frá því ég vakna þangað til ég leggst aftur á koddann," sagði Lukaku.

„Ég fylgist með öllu sem þú getur hugsað þér: Chelsea TV, Manchester United TV, Real Madrid TV."

„Ég vil fá að vita allt um það hvernig þessir gaurar æfa og hvernig lífi þeirra er háttað á hverjum degi."
Athugasemdir
banner
banner