mið 19. apríl 2017 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe óstöðvandi - Skoraði eftir þrjár mínútur
Mbappe skoraði eftir þrjár mínútur!
Mbappe skoraði eftir þrjár mínútur!
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, leggið þetta nafn á minnið! Þessi 18 ára gamli leikmaður er óstöðvandi þessa stundina.

Hann er leikmaður sem hefur heillað fótboltaáhugamenn undanfarið. Hann hefur farið á kostum með Mónakó í Meistaradeildinni, en hann var að skora áðan.

Mbappe, sem hefur skorað 12 mörk í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, kom Mónakó yfir gegn Dortmund eftir þrjár mínútur.

Með markinu í kvöld varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að skora í fyrstu fjóru útsláttarleikjum sínum.

Hann varð einnig yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til þess að skora fimm mörk í keppninni. Hann bætti met Raul.

Það er hálfleikur þegar þessi frétt er skrifuð og staðan er 2-0 fyrir Mónakó. Fyrri leikurinn í Þýskalandi fór 3-2 fyrir Mónakó.





Athugasemdir
banner
banner
banner