mið 19. apríl 2017 20:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Þægilegt hjá Mónakó og Juventus
Mónakó er komið í undanúrslit!
Mónakó er komið í undanúrslit!
Mynd: Getty Images
Úr markalausu jafntefli Barcelona og Juventus.
Úr markalausu jafntefli Barcelona og Juventus.
Mynd: Getty Images
Það er ljóst hvaða lið spila í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Mónakó og Juventus bættust í hóp með Atletico og Real Madrid í kvöld. Mónakó og Juventus unnu einvígi sín þægilega.

Mónakó fékk Dortmund í heimsókn, en Mónakó hafði unnið fyrri leikinn í Þýskalandi með þremur mörkum gegn tveimur.

Mikil atburðarrás átti sér stað fyrir fyrri leikinn þegar sprengjuárás var gerð á liðsrútu Dortmund. Í kvöld var leiknum seinkað um fimm mínútur þar sem lögregla stöðvaði för rútu Dortmund.

Leikurinn átti sér þó stað í kvöld. Mónakó byrjaði af miklum krafti og eftir þrjár mínútur var hinn bráðefnilegi Kylian Mbappe búinn að skora. Mbappe hefur vakið mikla athygli og er í fantaformi.

Radamel Falcao bætti við öðru marki Mónakó á 17. mínútu og leiðin til baka fyrir Dortmund orðin ansi löng.

Í upphafi seinni hálfleiks tókst Marco Reus að minnka muninn, en þegar tæpar tíu mínútur voru eftir gerði Valere Germain út um leikinn og út um einvígið fyrir Mónakó, samanlagt 6-3.

Með Mónakó fer Juventus í undanúrslitin eftir kvöldið í kvöld. Juventus mætti Barcelona, en eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum var leikurinn í kvöld aukaatriði ef svo má segja.

Barcelona kom til baka í síðustu umferð gegn PSG, en engin endurkoma átti sér stað í kvöld. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og Juventus er komið áfram í næstu umferð.

Mónakó 3 - 1 Borussia D. (Samanlegt 6 - 3)
1-0 Kylian Mbappe ('3 )
2-0 Radamel Falcao ('17 )
2-1 Marco Reus ('48 )
3-1 Valere Germain ('81 )


Barcelona 0 - 0 Juventus (Samanlagt 0 - 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner