Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 19. apríl 2017 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neuer verður frá næstu átta vikurnar
Neuer meiddist í gær.
Neuer meiddist í gær.
Mynd: Getty Images
Bayern München þarf að landa meistaratitlinum í Þýskalandi án markvarðarins Manuel Neuer. Hann verður frá næstu átta vikurnar og spilar ekki meira á þessu leiktímabili.

Neuer meiddist í 4-2 tapi Bayern gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. Hann varð fyrir meiðslunum þegar Cristiano Ronaldo skoraði þriðja mark sitt í leiknum.

„Neuer varð fyrir alvarlegum meiðslum," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern.

„Hann verður frá keppni í átta vikur."

Neuer var nýkominn til baka eftir að hafa gengist undir aðgerð á fæti. Hann missti af þremur leikjum í þýsku Bundesligunni. Hann missir af næstu fimm leikjum Bayern, sem hefur átta stiga forskot á RB Leipzig á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner