Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. apríl 2017 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramos við Pique: Skoðaðu leikinn gegn PSG
Ramos lætur Pique heyra það.
Ramos lætur Pique heyra það.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók ekki vel í Twitter-færslu sem Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, birti í gærkvöldi.

Dómarinn, Victor Kassai, stal senunni þegar Real Madrid hafði betur gegn Bayern München í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Madrídingar skoruðu tvö ólögleg mörk í framlengingunni og þá fékk Arturo Vidal, miðjumaður Bayern, vafasamt rautt spjald.

Pique, sem er eins og áður segir varnarmaður Barcelona, tjáði sig um málið á Twitter. Þar birti hann færslu með þremur punktum, en Ramos svaraði honum fullum hálsi í viðtali eftir leik.

„Ekkert nýtt. Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Ramos. „Hann ætti að líta til baka á leikinn þeirra gegn PSG og sjá hvort að hann hugsi alveg eins um dómarana þar."

Hér að neðan má sjá færsluna hjá Pique, en hún vakti hörð viðbrögð.



Athugasemdir
banner
banner