mið 19. apríl 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney gæti snúið aftur gegn Anderlecht á morgun
Rooney gæti spilað á morgun.
Rooney gæti spilað á morgun.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, verður mögulega í hóp liðsins sem mætir Anderlecht í Evrópudeildinni á morgun.

Rooney, sem er orðinn 31 árs gamall, hefur misst af síðustu fjórum leikjum United vegna ökklameiðsla, en svo gæti farið að hann verði á bekknum annað kvöld gegn Anderlecht. Leikurinn er í 8-liða úrslitum.

Rooney missti af fyrri leiknum í Belgíu sem endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn á morgun er afar mikilvægur fyrir Man Utd, en sigur í Evrópudeildinni gefur sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktið.

Rooney æfði í dag og Jose Mourinho, stjóri United, staðfesti við blaðamenn að fyrirliðinn gæti verið á meðal varamanna á morgun.

„Hann er leikmaður sem getur hjálpað okkur og ef við þurfum mark þá getum við sett hann inn á," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner