mið 19. apríl 2017 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Fyrsta tapið hjá Hallberu og Guðbjörgu
Hallbera gekk í raðir Djurgarden fyrir tímabilið.
Hallbera gekk í raðir Djurgarden fyrir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djurgarden 1 - 3 Rosengard
1-0 Tempest Marie Norlin ('10 )
1-1 Lieke Martens ('13 )
1-2 Ella Masar ('49 )
1-3 Iva Landeka ('81 )

Íslendingalið Djurgarden í sænska fótboltanum þurfti að sætta sig við tap gegn Rosengard í úrvalsdeildinni þar í landi í dag.

Með Djurgarden leika landsliðskonurnar Hallbera Guðný Gísladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, en þær verða báðar að öllum líkindum í landsliðshópnum sem fer til Hollands á EM í sumar.

Djurgarden vann sinn fyrsta leik í deildinni, en í dag fór ekki vel, niðurstaðan 3-1 tap. Djurgarden komst yfir, en eftir það hrundi leikur þeirra og Rosengard bar sigurorðið.

Guðbjörg stóð í marki Djurgarden og Hallbera var í vinstri bakverðinum. Hallbera er á sínu fyrsta tímabili hjá Djurgarden, en Guðbjörg er á sínu öðru hjá liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner