Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. maí 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: TDM 
Carragher: Sterling á að þegja - Viðbjóðsleg hegðun
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher lét skoðun sína á Raheem Sterling í ljós í gærkvöldi þegar hann ræddi við Gary Neville í mánudagskvöldþætti Sky Sports.

Carragher talar um Sterling sem frekan krakka og segist verða reiður þegar hann hugsar út í hegðun leikmannsins.

„Það að 20 ára krakki eigi í erjum við Liverpool vegna launamála er viðbjóðslegt. Þetta gerir mig reiðan," sagði Carragher í Monday Night Football þættinum.

„Strákurinn er frá Lundúnum og vill augljóslega fara aftur heim. Kannski snýst þetta ekki um peninga, kannski snýst þetta um titla eða um að spila í Meistaradeildinni.

„Ef þetta snýst um titla þá gat Liverpool unnið einn slíkan í ár en liðið tapaði fyrir Aston Villa í undanúrslitum bikarsins. Hvar var Sterling í þeim leik?

„Það gefur þér enginn titla, þú verður að vinna fyrir þeim og spila vel í stóru leikjunum.

„Hvað gerði Liverpool í Meistaradeildinni? Ekkert. Hvað gerði Sterling þar? Ekkert. Það er ekkert verra en þessi hegðun sem hann hefur sýnt á þessu tímabili. Hann á bara að þegja og einbeita sér að því að spila fótbolta.

„Það er ekki hægt að hafa 20 ára krakka sem kemur með endalausar beiðnir og kröfur til félagsins á hverju ári."

Athugasemdir
banner