Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 19. maí 2015 09:35
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Dzeko til Liverpool?
Powerade
Dzeko er orðaður við Liverpool.
Dzeko er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
James Milner.
James Milner.
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin eru að slúðra með ýmislegt sem gæti gerst í sumar.



James MIlner ætlar að hafna nýjum fjögurra ára samningi hjá Manchester City upp á 165 þúsund pund í vikulaun. Milner vill fara til Arsenal en Liverpool hefur einnig áhuga á honum. (Daily Star)

Liverpool hefur áhuga á Edin Dzeko framherja Manchester City. (Daily Mail)

Gary Neville vill meina að Manchester United eigi að nota David De Gea til að fá Gareth Bale frá Real Madrid. (Sun)

Jose Mourinho segir að enska úrvalsdeildin sé erfiðari en sú spænska og að Barcelona og Real Madrid væru ekki með jafn mikla yfirburði ef þau myndu spila á Englandi. (Talksport)

Mourinho segist ekki geta komið í veg fyrir að Petr Cech fari til Arsenal í sumar. (Mirror)

Adam Lallana segir að fyrsta tímabil sitt hjá Liverpool hafi verið miðlungs. (Guardian)

Aston Villa ætlar að kaupa Scott Sinclair frá Manchester City en hann hefur verið í láni hjá félaginu. (Daily Express)

David Moyes, þjálfari Real Sociedad, vill fá vinstri bakvörðinn Bryan Oviedo frá sínu gamla félagi Everton. (Daily Express)

Theo Walcott mun funda með Arsene Wenger eftir bikarúrslitaleikinn í lok mánaðarins og ræða samningamál. (Times)

Harry Kane mun mögulega missa af byrjun næsta tímabils ef hann verður í enska U21 árs landsliðinu á EM í sumar. (Independent)

Luke Shaw ætlar að spila með U21 árs liðinu í sumar gegn vilja Louis van Gaal. (Daily Mail)

West Ham mun staðfesta brottför Sam Allardyce strax eftir leikinn gegn Newcastle um næstu helgi. (Telegraph)

Liverpool hefur fengið markvörðinn Daniel Lavercombe á reynslu. Daniel er 18 ára gamall en hann spilar með Torquay United. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner