Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. maí 2015 09:00
Daníel Freyr Jónsson
Fær vitnavernd frá FBI vegna uppljóstrana um mútugreiðslur Katara
Höfuðstöðvar FIFA í Zurich í Sviss.
Höfuðstöðvar FIFA í Zurich í Sviss.
Mynd: Getty Images
Katarar ætla að halda glæsilegasta og dýrasta HM í sögunni.
Katarar ætla að halda glæsilegasta og dýrasta HM í sögunni.
Mynd: Getty Images
Bandarískur almannatengiliður sem starfaði með nefnd Katar í tengslum við umsókn landsins um að halda HM 2022 nýtur í dag vitnaverndar frá bandarísku alríkislögreglunni eftir að hafa greint frá mútugreiðslum.

Phaedra Almajid greindi frá því á síðasta ári að hún hefði orðið vitni að þremur tilvikum verið viðstödd það að menn úr nefnd Katar hafi boðið fé á stjórnarmenn FIFA fyrir atkvæði þeirra í kosningunni. Starfaði hún með nefndinni fyrir kosninguna sem fór fram 2011.

Varð hún vitni að þessu á hótelherbergi í Luanda, höfuðborg Angóla. Á þeim tíma fór fram ráðstefna knattspyrnusambanda í Afríku í borginni og voru nokkrir einstaklingar með atkvæðisrétt í kosningunni viðstaddir sem formenn knattspyrnusambanda í sínu landi. Einungis 24 einstaklingar hafa atkvæðisrétt og er því hvert atkvæði mjög verðmætt.

Eftir að hafa ljóstrað upp um múturnar hefur Almajid borist fjölmargar hótanir. Sjálf segist hún ekki vera viss um hvaðan þær komi, en telja má líkur á því að þær hafi borist frá Katar eða einstaklingum tengdum FIFA.

Bandaríski lögræðingurinn Michael J. Garcia var fengin til að fara ítarlega yfir aðdraganda kosningarinnar. Hann skilaði inn skýrslu til FIFA, en einungis úrdráttur úr henni leit dagsins ljós og hafði hann verið ritskoðaður af Hans Joachim Eckert, stjórnarmanni innan FIFA. Voru bæði Rússar og Katarar þar hreinsaðir af öllum ásökunum um mútur, þó að fjölmörg gögn og staðreyndir sanni annað. Garcia sagði af sér í kjölfarið þar sem úrdrátturinn var engan vegin í samræmi við niðursötður hans.

Allt þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd frá ESPN þar sem farið er yfir hina gríðarlegu spillingu sem hefur viðgengis innan FIFA undanfarin ár undir stjórn Svisslendingsins Sepp Blatter.

Forsetakosning FIFA fer fram þann 29. maí næstkomandi og er búist við að Blatter haldi forsetastólnum.

Sjá einnig:
ESPN varpar ljósi á gegndarlausa spillingu innan FIFA


Athugasemdir
banner
banner
banner