Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. maí 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jamie og Gary gera upp tímabilið á Sky
Jamie og Gary hafa ekki alltaf verið bestu mátar.
Jamie og Gary hafa ekki alltaf verið bestu mátar.
Mynd: Getty Images
Gary Neville og Jamie Carragher hafa heldur betur slegið í gegn á Sky Sports og gerðu upp tímabilið í Monday Night Football þættinum í gærkvöldi.

Félagarnir fengu að velja bestu leikmenn í ákveðnum flokkum og voru aðeins sammála í þremur flokkum.

Báðir völdu þeir Eden Hazard sem besta leikmann tímabilsins, David De Gea sem besta unga leikmann tímabilsins og Ronald Koeman, stjóra Southampton, sem knattspyrnustjóra tímabilsins.

Þá völdu þeir draumalið úrvalsdeildarinnar frá upphafi, þar sem Jamie mátti nota leikmenn frá Bretlandseyjum og Írlandi á meðan Neville mátti nota leikmenn allstaðar úr heiminum.

Leikmaður tímabilsins
Eden Hazard (Jamie) - Eden Hazard (Gary)

Ungi leikmaður tímabilsins
David De Gea (Jamie) - David De Gea (Gary)

Besti nýliði tímabilsins
Alexis Sanchez (Jamie) - Thibaut Courtois (Gary)

Besti stjóri tímabilsins
Ronald Koeman (Jamie) - Ronald Koeman (Gary)

Besta mark tímabilsins
Charlie Adam (Jamie) - Cesc Fabregas (Gary)

Besta stund tímabilsins
Stoðsending Fabregas (Jamie) - Man Utd á Anfield (Gary)

Draumalið Jamie Carragher skipað Bretum og Írum:
David Seaman - Gary Neville, Tony Adams, John Terry, Ashley Cole - Steven Gerrard, Roy Keane - David Beckham, Wayne Rooney, Ryan Giggs - Alan Shearer

Draumalið Gary Neville skipað erlendum leikmönnum:
Peter Schmeichel - Pablo Zabaleta, Vincent Kompany, Nemanja Vidic, Patrice Evra - Patrick Vieira, Yaya Toure - Cristiano Ronaldo, Eric Cantona, Thierry Henry - Luis Suarez
Athugasemdir
banner
banner