Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 19. maí 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Laudrup nennir ekki miðjumoði
Laudrup nennir ekki miðjumoði.
Laudrup nennir ekki miðjumoði.
Mynd: Getty Images
Michael Laudrup, fyrrum stjóri Swansea, hefur engan áhuga á að taka við West Ham en hann hefur verið orðaður við stöðuna að undanförnu.

Laudrup er í dag að þjálfa Lekhwiya í Katar og hann kann vel við sig í peningunum þar.

„Lekhwiya vill framlengja samning minn hér og ég mun ákveða mig á næstu tveimur vikum," sagði Laudrup.

„Ég ætla ekki að taka tilboði frá miðlungsliði á Englandi eða Spáni. Ég hef prófað það og núna vil ég sem þjálfari prófa eitthvað nýtt."

„Ef að stórlið kemur þá mun ég ekki segja nei en ég myndi líka vilja þjálfa í Bandaríkjunum ef ég fengi tækifæri til þess."

Athugasemdir
banner
banner
banner