Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. maí 2015 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Kane gæti misst af upphafi næsta tímabils
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er smeykur um getu Harry Kane til að spila uppá sitt besta í upphafi næsta tímabils fari sóknarmaðurinn með enska U21 árs landsliðinu á Evrópumótið í sumar.

Kane hefur sprungið út á tímabilinu og er meðal annars búinn að skora eitt mark í tveimur A-landsleikjum fyrir England.

„Það gæti verið að hann missi af upphafi næsta tímabils ef hann spilar á EM U21 árs landsliða," sagði Pochettino.

„Hann er ekki þreyttur, vandamálið er að hann er búinn að spila fullt af leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni á tímabilinu og hefur eytt mikilli orku í það.

„Þetta snýst ekki um þreytu í sumar, heldur á næsta tímabili. Það væri slæmt að hafa Kane í slæmu standi á næsta tímabili því ég sé hann fyrir mér sem aðalsóknarmann Tottenham og A-landsliðsins."


Pochettino vill augljóslega ekki að Kane fari á EM í sumar, en segir ákvörðunina liggja algjörlega hjá enska knattspyrnusambandinu og Kane sjálfum.

„Ég vil ekki tjá mig of mikið um þetta, þetta er ákvörðun knattspyrnusambandsins og ég hef trú á að sambandið taki rétta ákvörðun. Ég er ánægður svo lengi sem Harry er ánægður.

„Ef Harry spyr mig út í hvort hann ætti að fara þá mun ég segja honum að þetta sé hans ákvörðun. Þó það sé hægt að ráðleggja honum hitt eða þetta þá er þetta alltaf hans ákvörðun."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner