Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 19. maí 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: TDM 
Raheem Sterling málið - Tímalínan
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Carragher er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Sterling harkalega fyrir hegðun sína.
Carragher er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Sterling harkalega fyrir hegðun sína.
Mynd: Getty Images
The Daily Mail hefur tekið saman tímalínu yfir helstu atvik á ferli Raheem Sterling frá komu hans til Liverpool í febrúar 2010.

Tímalínan sýnir það hvernig Sterling fór úr því að vera efnilegur táningur í að vera lykilmaður í titilbaráttu Liverpool og loks í að vera illa liðinn af stuðningsmönnum félagsins vegna samningsmála.

Febrúar 2010
Liverpool fær 15 ára gamlan Sterling til sín eftir harða samkeppni við Manchester United, Manchester City og Arsenal. Sterling kostar 500 þúsund pund upphaflega með ákvæðum sem á endanum hækka heildarkaupverðið upp í 5 milljónir punda.

Febrúar 2011
Sterling skorar 5 mörk fyrir unglingalið Liverpool sem vinnur unglingalið Southend.

Mars 2012
Sterling spilar sinn fyrsta aðalliðsleik aðeins 17 ára og 107 daga gamall. Kenny Dalglish skiptir honum inná fyrir Dirk Kuyt á 84. mínútu 2-1 taps gegn Wigan.

Október 2012
Sterling skorar sitt fyrsta mark fyrir aðallið Liverpool. Það kemur gegn Reading á Anfield Road og tryggir Liverpool, undir stjórn Brendan Rodgers, 1-0 sigur.

Apríl 2014
Sterling er hérna orðinn tíður byrjunarliðsmaður og verður að lykilmanni í titilbaráttuliði Liverpool. Sterling skorar þrjú mikilvæg mörk í mánuðinum og tryggir 3-2 sigra gegn Man City og Norwich þar sem hann fær mikið lof fyrir hæfileika sína.

Júní 2014
Sterling fer með enska landsliðinu á HM sem dettur út í riðlakeppninni. Sterling einn af fáum sem stendur sig vel.

Ágúst 2014
Sterling heldur áfram að spila vel fyrir Liverpool þar sem hann skorar tvö mörk í þremur fyrstu leikjum tímabilsins í ágúst, gegn Southampton og Tottenham.

Október 2014
Eftir að hafa verið undir miklu leikjaálagi hjá Liverpool segist Sterling vera of þreyttur til að spila fyrir enska landsliðið og spilar í samtals 75 mínútur gegn San Marínó og Eistlandi í undankeppni EM.

Janúar 2015
Brendan Rodgers gefur Sterling frí vegna þreytu. Sterling fer til Jamaíka og missir af tveimur leikjum Liverpool.

Apríl 2015
Í viðtali við BBC segist Sterling hafa hafnað samningi frá Liverpool og bætir því við að ákvörðunin snýst ekki um peninga, heldur vilji hann vinna titla. Skömmu síðar ítrekaði Rodgers það að Sterling væri ekki á leið burt frá félaginu.

Maí 2015
Allt fer á annan endan eftir gríðarlega hitaða umræðu um sóknarmanninn unga sem er harkalega gagnrýndur af stuðningsmönnum Liverpool og fleirum. Frammistöður Sterling á vellinum fara hrakandi við litla hrifningu stuðningsmanna sem telja margir hverjir að hann sé ekki að spila upp á sitt besta viljandi, til að eiga meiri möguleika á að yfirgefa félagið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner