Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. maí 2015 11:35
Magnús Már Einarsson
Úrvalslið vikunnar í enska - Southampton þema
Saido Mané er í liðinu.
Saido Mané er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Saido Berahino.
Saido Berahino.
Mynd: Getty Images
Næstsíðasta umferðin í ensku úrvalsdeildinni fór fram um helgina.

Hér að neðan má sjá úrvalslið umferðarinnar hjá whoscored.com en Southampton á þrjá menn í liðinu eftir 6-1 stórsigurinn á Aston Villa.


Joe Hart var öflugur í marki Manchester City gegn Swansea en hann átti nokkrar frábærar markvörslur.

Geoff Cameron og Ryan Shawcross voru öflugir í markalausu jafntefli Stoke gegn Burnley. Danny Rose mætti með rautt hár og skoraði gegn Hull og Sebastian Coates sem er í láni hjá Sunderland frá Liverpool stóð vaktina vel í markinu gegn Leicester.

Saido Mané setti met með því að skora þrennu gegn Aston Villa á innan við þremur mínútum. Shane Long skoraði tvö mörk í sama leik og þeir Yaya Toure og Leroy Fer voru líka á skotskónum um helgina.

Frammi eru síðan Saido Berahino og Graziano Pelle. Berahino skoraði í sigri WBA á Chelsea í gær og Pelle skoraði í stórsigri Southampton á Aston Villa.

Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner