Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. maí 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England um helgina - Enn von hjá Arsenal
Helsta baráttan er á milli Arsenal og Liverpool
Helsta baráttan er á milli Arsenal og Liverpool
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Það er orðið ljóst hvaða lið er meistari og hvaða lið falla.

Hins vegar er mikil spenna um fjórða sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Þar er mikil barátta á milli Arsenal og Liverpool. Manchester City er nokkuð öruggt með sæti sitt í Meistaradeildinni.

Arsenal á erfiðari leik í lokaumferðinni, gegn Everton á meðan Liverpool fær fallna Middlesbrough í heimsókn.

Tapi Liverpool og vinni Arsenal mun síðarnefnda liðið fara í Meistaradeildina. Vinni Liverpool verður sætið þeirra, sama hvað Arsenal gerir.

Sunnudagur:
14:00 Arsenal - Everton
14:00 Burnley - West Ham
14:00 Chelsea - Sunderland
14:00 Hull - Tottenham
14:00 Leicester - Bournemouth
14:00 Liverpool - Middlesbrough
14:00 Manchester United - Crystal Palace
14:00 Southampton - Stoke
14:00 Swansea - West Brom
14:00 Watford - Manchester City
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner