Fanndís Friðriksdóttir skoraði tvívegis í 3-1 sigri Breiðabliks gegn Haukum í fyrsta leik 5. umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Haukar 1 - 3 Breiðablik
„Ég er mjög ánægð. Sérstaklega eftir að hafa verið undir í hálfleik, þá er mjög sterkt að klára þetta nokkuð sannfærandi í seinni hálfleik," sagði Fanndís en Haukar voru 1-0 yfir í hálfleik.
„Við erum værukærir í fyrri hálfleik, við sóttum mikið og síðan komast þær einu sinni í gegn og skora."
„Við vitum hvernig svona lið eru. Við erum oft í basli á móti svona liðum sem liggja til baka. Mér fannst við eiga að leggja okkur meira fram í fyrri hálfleik," sagði Fanndís sem viðurkennir að það hafi verið sætt að sjá boltann í netinu þegar hún jafnaði á 54. mínútu leiksins.
„Það var mjög mikilvægt. Það er mjög erfitt þegar svona lið parkerar rútunni fyrir framan teiginn."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir