fös 19. maí 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Framtíð Wenger skýrist á fundi eftir bikarúrslitin
Mynd: Getty Images
Framtíð Arsene Wenger, stjóra Arsenal, skýrist eftir bikarúrslitaleik liðsins gegn Chelsea um aðra helgi.

Hinn 67 ára gamli Wenger hefur stýrt Arsenal síðan árið 1996 en samningur hans rennur út í sumar.

Margir stuðningsmenn Arsenal telja að Wenger eigi að kveðja liðið núna en Frakkinn segir að framtíðin sín skýrist á stjórnarfundi eftir bikarúrslitin.

„Það er margt sem þarf að ræða á stjórnarfundinum. Eitt af því er hvað gerist með stjórann," sagði Wenger.

„Auðvitað verð ég þarna á fundinum. Í augnablikinu ættum við að einbeita okkur að því sem er framundan en það er leikur á sunnudag og bikarúrslitaleikurinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner