Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. maí 2017 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Mónakó ætlar að fá efnilegasta leikmann Belgíu
Youri Tielemans er einn efnilegasti leikmaður Evrópu um þessar mundir
Youri Tielemans er einn efnilegasti leikmaður Evrópu um þessar mundir
Mynd: Getty Images
Franska meistaraliðiðið AS Mónakó ætlar sér stóra hluti í sumar ef marka má fréttir í frönskum fjölmiðlum. Talið er að félagið missi frá sér nokkra lykilmenn í sumar og er það þegar farið að leita að mönnum í stað þeirra.

Mónakó vann sinn fyrir deildaritil í Frakklandi í 17 ár á dögunum en liðið hefur farið mikinn á þessari leiktíð og komst meðal annars í úrslitaleik deildabikarsins og undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Juventus.

Ljóst er að margir ungir og efnilegir leikmenn félagsins hafa skapað sér stórt nafn í knattspyrnuheiminum en þar má nefna þá Kylian Mbappe-Lottin, Bernardo Silva, Fabinho, Thomas Lemar og Tiemoué Bakayoko.

Allir eru þeir afar eftirsóttir og ljóst að Mónakó gæti misst leikmenn en franska félagið er reiðubúið til þess að fylla í þeirra skörð. Fyrsta nafn á lista er belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans sem leikur með Anderlecht í heimalandinu.

Tielemans er einn efnilegasti leikmaður Evrópu um þessar mundir og gæti því fyllt skarðið sem Bakayoko myndi skilja eftir sig. Hann hefur leikið tæplega 200 leiki fyrir Anderlecht þrátt fyrir að vera aðeins 20 ára gamall en Anderlecht býst við að missa hann í sumar.

Framhaldið skýrist á næstu tveimur vikum ef marka má orð Herman von Holsbeeck, sem er yfirmaður íþróttamála hjá Anderlecht.

„Ég held að Tielemans sé á förum. Það þarf ekki endilega að vera að það sé Mónakó þar sem önnur lið hafa áhuga. Framhaldið skýrist betur á næstu tveimur vikum en við ætlum að passa það að við missum ekki alla leikmennina okkar en við gætum þurft að selja nokkra til þess að gefa okkur meiri pening á milli handanna," sagði Heelbeck við belgíska fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner