Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. maí 2017 14:09
Elvar Geir Magnússon
Pochettino: Kane einn sá besti í heimi
Kane markahæstur fyrir lokaumferðina
Harry Kane, leikmaður Spurs.
Harry Kane, leikmaður Spurs.
Mynd: Getty Images
Verður Kane markakóngur?
Verður Kane markakóngur?
Mynd: Getty Images
„Harry Kane er einn besti sóknarmaður heims," segir Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham. Hinn 23 ára Kane skoraði fjögur mörk í 6-1 sigri gegn Leicester og er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina.

„Harry Kane er sérstakur leikmaður, hann elskar Tottenham. Leikmennirnir sem við viljum halda verða hérna á næsta tímabili. Ef það er fer einhver þá er það ákvörðun Tottenham."

Kane var markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili með 25 mörk en er nú kominn með 26 á þessu tímabili.

„Við höfum ekki áhyggjur af því að missa stóru leikmennina okkar og þeir eru svo ánægðir hérna. Við erum að byggja upp spennandi verkefni. Leikmennirnir finna fyrir því að þeir eru hluti af okkur og vilja taka þátt í velgengninni."

„Harry Kane er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið. Ég segi það án þess að hika að hann er einn besti sóknarmaður heims. Frammistaða hans sýnir að við höfum rétt fyrir okkur."

Kane hefur skorað tveimur mörkum meira en Romelu Lukaku hjá Everton og þremur mörkum meira en Alexis Sanchez hjá Arsenal.

Kane hefur misst af átta deildarleikjum á tímabilinu vegna meiðsla. Sanchez og Lukaku mætast í leik Arsenal og Everton í lokaumferðinni á sunnudag en Kane leikur með Tottenham gegn Hull. Öll lokaumferðin verður leikin 14 á sunnudag.

Kane skorar að meðaltali á 94 mínútna fresti í deildinni.

„Það er magnað að ná að skora fjögur mörk í einum leik, þetta er í fyrsta sinn á atvinnumannaferlinum sem ég skora fjögur í leik. Þetta er mitt besta tímabil. Ég misst af ellefu vikum og vann mikið meðan ég var meiddur til að koma til baka í betra formi en þegar ég hóf tímabilið," sagði Kane.

Markahæstir:
26 mörk - Harry Kane, Tottenham
24 mörk - Romelu Lukaku, Everton
23 - Alexis Sanchez, Arsenal
20 - Diego Costa, Chelsea
18 - Sergio Aguero, Man City
17 - Zlatan Ibrahimovic, Man Utd
17 - Dele Alli, Tottenham

Sunnudagur:
14:00 Arsenal - Everton
14:00 Burnley - West Ham
14:00 Chelsea - Sunderland
14:00 Hull - Tottenham
14:00 Leicester - Bournemouth
14:00 Liverpool - Middlesbrough
14:00 Manchester United - Crystal Palace
14:00 Southampton - Stoke
14:00 Swansea - West Brom
14:00 Watford - Manchester City
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner