fös 19. maí 2017 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Tap í lokaleik Sverris og félaga
Sverrir Ingi Ingason í leik með Granada
Sverrir Ingi Ingason í leik með Granada
Mynd: Getty Images
Granada CF 1 - 2 Espanyol
0-1 Leo Baptistao ('3 )
0-2 Ruben Vezo ('8 , sjálfsmark)
1-2 Andreas Pereira ('22 )

Granada tapaði síðasta leik sínum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en liðið hafnaði í síðasta sæti deildarinnar með 20 stig.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Granada og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.

Leo Baptistao kom Espanyol á bragðið á 3. mínútu áður en Ruben Vezo varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net fimm mínútum síðar.

Andreas Pereira minnkaði muninn fyrir Granada á 22. mínútu en hann er á láni frá Manchester United.

Lengra komst Granada ekki og 2-1 tap því staðreynd. Granada hafnaði í 20. sæti deildarinnar með 20 stig og kveður því spænsku úrvalsdeildina í bili.
Athugasemdir
banner
banner