Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 19. maí 2017 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Steini: Kominn tími á að Fanndís hitti á markið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika var létt eftir 3-1 sigur gegn Haukum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Torsóttur sigur eftir mistök í vörn Blika í fyrri hálfleik sem Haukar nýttu sér og komust yfir. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar eign Blika og þær skoruðu þrjú lagleg mörk.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  3 Breiðablik

„Við lendum undir eftir smá mistök og vorum að stýra leiknum ágætlega fram að því og skapa hálffæri. Við gáfum Haukum smá sjálfstraust þegar við lendum undir."

„Seinni hálfleikurinn byrjaði að rúlla ágætlega og þetta var eiginlega þolinmæðisvinna allan tímann. Við þurftum að vera þolinmóðar á boltanum og spila agaðan og skynsamlega og halda áfram að mjatla í færin," sagði Þorsteinn sem er sammála því að þessi leikur hafi sýnt það að enginn leikur verður auðveldur í sumar.

„Það er alveg ljóst að það er enginn leikur öruggur. Við höfum farið yfir það vel undanfarið að við gerðum að gera okkur grein fyrir því að það verður enginn leikur léttur né þægilegur."

Selma Sól og Ingibjörg Sigurðar. gerðu báðar mistök í marki Hauka og Haukar fengu aukið sjálfstraust við það.

„Það gerði leikinn örlítið erfiðari. Þeir stigu upp við þetta og fengu smá orku í kroppinn og hlupu meira og urðu betri á boltanum. Það er alltaf erfitt að lenda undir og gerir hlutina erfiðari. Mér fannst við ná að díla vel við það, sérstaklega í seinni hálfleik."

Þorsteinn var ánægður með Fanndísi í mörkunum báðum sem hún skoraði, en Fanndís skoraði fyrstu tvö mörk Blika í leiknum.

„Það var kominn tími á að Fanndís hitti á markið og gerði eitthvað að viti," sagði Þorsteinn léttur í bragði að lokum.
Athugasemdir
banner
banner