Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 19. maí 2017 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Steini: Kominn tími á að Fanndís hitti á markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika var létt eftir 3-1 sigur gegn Haukum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Torsóttur sigur eftir mistök í vörn Blika í fyrri hálfleik sem Haukar nýttu sér og komust yfir. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar eign Blika og þær skoruðu þrjú lagleg mörk.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  3 Breiðablik

„Við lendum undir eftir smá mistök og vorum að stýra leiknum ágætlega fram að því og skapa hálffæri. Við gáfum Haukum smá sjálfstraust þegar við lendum undir."

„Seinni hálfleikurinn byrjaði að rúlla ágætlega og þetta var eiginlega þolinmæðisvinna allan tímann. Við þurftum að vera þolinmóðar á boltanum og spila agaðan og skynsamlega og halda áfram að mjatla í færin," sagði Þorsteinn sem er sammála því að þessi leikur hafi sýnt það að enginn leikur verður auðveldur í sumar.

„Það er alveg ljóst að það er enginn leikur öruggur. Við höfum farið yfir það vel undanfarið að við gerðum að gera okkur grein fyrir því að það verður enginn leikur léttur né þægilegur."

Selma Sól og Ingibjörg Sigurðar. gerðu báðar mistök í marki Hauka og Haukar fengu aukið sjálfstraust við það.

„Það gerði leikinn örlítið erfiðari. Þeir stigu upp við þetta og fengu smá orku í kroppinn og hlupu meira og urðu betri á boltanum. Það er alltaf erfitt að lenda undir og gerir hlutina erfiðari. Mér fannst við ná að díla vel við það, sérstaklega í seinni hálfleik."

Þorsteinn var ánægður með Fanndísi í mörkunum báðum sem hún skoraði, en Fanndís skoraði fyrstu tvö mörk Blika í leiknum.

„Það var kominn tími á að Fanndís hitti á markið og gerði eitthvað að viti," sagði Þorsteinn léttur í bragði að lokum.
Athugasemdir
banner
banner