Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fös 19. maí 2017 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Steini: Kominn tími á að Fanndís hitti á markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika var létt eftir 3-1 sigur gegn Haukum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Torsóttur sigur eftir mistök í vörn Blika í fyrri hálfleik sem Haukar nýttu sér og komust yfir. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar eign Blika og þær skoruðu þrjú lagleg mörk.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  3 Breiðablik

„Við lendum undir eftir smá mistök og vorum að stýra leiknum ágætlega fram að því og skapa hálffæri. Við gáfum Haukum smá sjálfstraust þegar við lendum undir."

„Seinni hálfleikurinn byrjaði að rúlla ágætlega og þetta var eiginlega þolinmæðisvinna allan tímann. Við þurftum að vera þolinmóðar á boltanum og spila agaðan og skynsamlega og halda áfram að mjatla í færin," sagði Þorsteinn sem er sammála því að þessi leikur hafi sýnt það að enginn leikur verður auðveldur í sumar.

„Það er alveg ljóst að það er enginn leikur öruggur. Við höfum farið yfir það vel undanfarið að við gerðum að gera okkur grein fyrir því að það verður enginn leikur léttur né þægilegur."

Selma Sól og Ingibjörg Sigurðar. gerðu báðar mistök í marki Hauka og Haukar fengu aukið sjálfstraust við það.

„Það gerði leikinn örlítið erfiðari. Þeir stigu upp við þetta og fengu smá orku í kroppinn og hlupu meira og urðu betri á boltanum. Það er alltaf erfitt að lenda undir og gerir hlutina erfiðari. Mér fannst við ná að díla vel við það, sérstaklega í seinni hálfleik."

Þorsteinn var ánægður með Fanndísi í mörkunum báðum sem hún skoraði, en Fanndís skoraði fyrstu tvö mörk Blika í leiknum.

„Það var kominn tími á að Fanndís hitti á markið og gerði eitthvað að viti," sagði Þorsteinn léttur í bragði að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner