Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 19. maí 2017 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Steini: Kominn tími á að Fanndís hitti á markið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika var létt eftir 3-1 sigur gegn Haukum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Torsóttur sigur eftir mistök í vörn Blika í fyrri hálfleik sem Haukar nýttu sér og komust yfir. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar eign Blika og þær skoruðu þrjú lagleg mörk.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  3 Breiðablik

„Við lendum undir eftir smá mistök og vorum að stýra leiknum ágætlega fram að því og skapa hálffæri. Við gáfum Haukum smá sjálfstraust þegar við lendum undir."

„Seinni hálfleikurinn byrjaði að rúlla ágætlega og þetta var eiginlega þolinmæðisvinna allan tímann. Við þurftum að vera þolinmóðar á boltanum og spila agaðan og skynsamlega og halda áfram að mjatla í færin," sagði Þorsteinn sem er sammála því að þessi leikur hafi sýnt það að enginn leikur verður auðveldur í sumar.

„Það er alveg ljóst að það er enginn leikur öruggur. Við höfum farið yfir það vel undanfarið að við gerðum að gera okkur grein fyrir því að það verður enginn leikur léttur né þægilegur."

Selma Sól og Ingibjörg Sigurðar. gerðu báðar mistök í marki Hauka og Haukar fengu aukið sjálfstraust við það.

„Það gerði leikinn örlítið erfiðari. Þeir stigu upp við þetta og fengu smá orku í kroppinn og hlupu meira og urðu betri á boltanum. Það er alltaf erfitt að lenda undir og gerir hlutina erfiðari. Mér fannst við ná að díla vel við það, sérstaklega í seinni hálfleik."

Þorsteinn var ánægður með Fanndísi í mörkunum báðum sem hún skoraði, en Fanndís skoraði fyrstu tvö mörk Blika í leiknum.

„Það var kominn tími á að Fanndís hitti á markið og gerði eitthvað að viti," sagði Þorsteinn léttur í bragði að lokum.
Athugasemdir
banner