Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 19. maí 2017 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Steini: Kominn tími á að Fanndís hitti á markið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika var létt eftir 3-1 sigur gegn Haukum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Torsóttur sigur eftir mistök í vörn Blika í fyrri hálfleik sem Haukar nýttu sér og komust yfir. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar eign Blika og þær skoruðu þrjú lagleg mörk.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  3 Breiðablik

„Við lendum undir eftir smá mistök og vorum að stýra leiknum ágætlega fram að því og skapa hálffæri. Við gáfum Haukum smá sjálfstraust þegar við lendum undir."

„Seinni hálfleikurinn byrjaði að rúlla ágætlega og þetta var eiginlega þolinmæðisvinna allan tímann. Við þurftum að vera þolinmóðar á boltanum og spila agaðan og skynsamlega og halda áfram að mjatla í færin," sagði Þorsteinn sem er sammála því að þessi leikur hafi sýnt það að enginn leikur verður auðveldur í sumar.

„Það er alveg ljóst að það er enginn leikur öruggur. Við höfum farið yfir það vel undanfarið að við gerðum að gera okkur grein fyrir því að það verður enginn leikur léttur né þægilegur."

Selma Sól og Ingibjörg Sigurðar. gerðu báðar mistök í marki Hauka og Haukar fengu aukið sjálfstraust við það.

„Það gerði leikinn örlítið erfiðari. Þeir stigu upp við þetta og fengu smá orku í kroppinn og hlupu meira og urðu betri á boltanum. Það er alltaf erfitt að lenda undir og gerir hlutina erfiðari. Mér fannst við ná að díla vel við það, sérstaklega í seinni hálfleik."

Þorsteinn var ánægður með Fanndísi í mörkunum báðum sem hún skoraði, en Fanndís skoraði fyrstu tvö mörk Blika í leiknum.

„Það var kominn tími á að Fanndís hitti á markið og gerði eitthvað að viti," sagði Þorsteinn léttur í bragði að lokum.
Athugasemdir
banner