Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. maí 2017 07:00
Fótbolti.net
Sumargleði Augnabliks í kvöld
Mynd: Augnablik
Knattspyrnulið Augnabliks er skipað að mestu af gömlum leikmönnum Breiðabliks og eru eru þeir stórhuga fyrir Íslandsmótið í sumar og hafa styrkt sig gríðarlega fyrir sumarið.

Fótbolti.net spáði þeim sigri í sínum riðli og byrjaðu þeir mótið af krafti í gær og unnu lið Afríku sannfærandi.

Í kvöld hafa Augnabliksmenn blásið til veislu í Smáranum þar sem Augnablikar, leikmenn og stuðningsmenn munu þétta raðirnar fyrir sumarið.

Hjörvar Hafliðason mun stýra partyinu og sjá um leikmannakynningu liðsins. Björn Bragi mun kíkja við og grilla aðeins í mannskapnum,Blaz Roca einn harðasti stuðningsmaður félagsins mun svo grípa í micinn ásamt því að Danni Deluxe mun þeyta skífum.

Fótbolta.net heyrði í Hjörvari Hermannssyni, leikmanni Augnabliks og skipuleggjanda viðburðarins en hann sagði fyrirkomulagið fyrir kvöldið sáraeinfalt.

„Prógrammið í kvöld er jafn dýrt og leikmannahópurinn en gríðarlegur áhugi er fyrir kvöldinu. Miðinn er á 3000 ISK og innifalið í því er matur drykkur en það verður fullt hús af Kópavogsbúum ásamt því að það eru skipulagðar sætaferðir frá Selfossi. “

„Það hefur alltaf verið frábært fólk í kringum Augnablik en í ár ætlum við að gera enn betur og er þetta sumarpartí liður í því að þjappa liðinu og stuðningsmönnum saman ásamt því að kroppa af þeim nokkra þúsundkalla til að standa straum af kostnaði við mótið í sumar. Það eru allir velkomnir í kvöld og hægt er að nálgast miða hjá leikmönnum Augnabliks ásamt því að hægt er að borga sig inn við hurð.”


Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner