Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. maí 2017 09:40
Magnús Már Einarsson
Tilboði Liverpool í Mbappe hafnað
Powerade
Mónakó er sagt hafa hafnað risa tilboði frá Liverpool í Mbappe.
Mónakó er sagt hafa hafnað risa tilboði frá Liverpool í Mbappe.
Mynd: Getty Images
Jan Oblak er áfram orðaður við Manchester United.
Jan Oblak er áfram orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Defoe er eftirsóttur og í góðri samningsstöðu.
Defoe er eftirsóttur og í góðri samningsstöðu.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því að kíkja á allt helsta slúðrið úr enska boltanum á þessum flotta föstudegi.



Antonio Conte fær allt að 200 milljńoir punda til að styrkja hópinn hjá Chelsea í sumar. 42,7 milljónir fara í Tiemoue Bakayoko (22) miðjumann Mónakó. (Telegraph)

Chelsea hefur sagt Eden Hazard (26) að hann verði aðalmaðurinn í liðinu næstu árin ef hann skrifar undir nýjan samning. (Evening Standard)

Mónakó hefur hafnað 64,4 milljóna punda tilboði frá Liverpool í Kylian Mbappe (18). Mónakó vill fá 85,8 milljónir punda fyrir hann. (Marca)

Framkvæmdastjóri Mónakó segir að öllum tilboðum í Mbappe verði hafnað í sumar. (CNN)

Bjartsýni ríkir hjá Liverpool um að liðið nái að kaupa vinstri bakvörðinn unga Ryan Sessegnon (17) frá Fulham. Sessegnon er einn af fimm leikmönnum á óskalista Liverpool í sumar. (Independent)

Aðrar fréttir segja að Liverpool óttast að Chelsea og Tottenham eigi eftir að hafa betur í baráttunni um Virgil van Dijk (25) og Sessegnon. (Daily Express)

Jurgen Klopp segist elska það ef Steven Gerrard leysir hann af hólmi sem stjóri Liverpool í framtíðinni. (Times)

Manchester United ætlar að reyna að fá Ederson (23) markvörð Benfica ef David de Gea fer í sumar. (Manchester Evening News)

United gæti einnig reynt að fá Jan Oblak markvörð (24) Atletico Madrid en enska félagið er til í að borga allt að 40 milljónir punda fyrir hann. (Daily Star)

Real Madrid gæti óvænt keypt Oblak. (Goal)

Burnley vill fá meira en 25 milljónir punda frá Manchester United fyrir Michael Keane. Ástæðan fyrir því er að Keane kom til Burnley frá Manchester United fyrir tveimur árum og í samningi hans er klásúla um að United fái 25% af næstu sölu. (Telegraph)

Manchester City ætlar að láta framherjan Kelechi Iheanacho (20) og Nolito (30) fara í sumar. Þess í stað ætlar félagið að kaupa Alexis Sanchez frá Arsenal. (Daily Express)

West Ham gæti keypt Iheanacho á 20 milljónir punda. (Daily Mail)

Jermain Defoe (34) vill fá 100 þúsund pund í laun á viku og sex milljónir punda við undirskrift hjá næsta félagi sínu. West Ham og Bournemouth vilja fá Defoe en hann getur farið frítt frá Sunderland. (Evening Standard)

Crystal Palace hefur líka áhuga á Defoe en Sam Allardyce, stjóri liðsins, þekkir leikmanninn síðan hjá Sunderland. (Daily Mirror)

Stóri Sam vill fá Gael Clichy (31) og Bacary Sagna (34) frá Manchester City í sumar. (Sun)

Everton vill fá framherjann Tammy Abraham (19) sem hluta af kaupverðinu frá Chelsea ef Romelu Lukaku fer þangað í sumar. (Daily Mail)

Everton ætlar að bjóða 15 milljónir punda í Jordan Pickford markvörð Sunderland en síðarnefnda félagið vill fá tvöfalt hærri upphæð fyrir leikmanninn. (Newcastle Chronicle)

Middlesbrough ætlar ekki að selja fyrirliða sinn Ben Gibson (24) í sumar þrátt fyrir áhuga Chelsea og Liverpool. (Daily Mail)

Grant Leadbitter (31), fyrirliði Middlesbrough, segir að tungumálaerfiðleikar hjá leikmönnum og starfsfólki hafi átt þátt í að liðið féll. (Independent)

Sergio Aguero (28) ætlar að ræða framtíð sína hjá Manchester City við Pep Guardiola. Aguero óttast að lítill spiltími geti kostað sig sæti í landsliðshópi Argentínu ef liðið fer á HM. (Telegraph)

Olivier Giroud (30) er tilbúinn að fara frá Arsenal í sumar til að spila meira fyrir HM í Rússlandi. (Daily Mirror)

West Ham, Southampton, Swansea og Stoke vilja öll fá Chris Wood (25) frá Leeds. Wood skoraði 27 mörk í Championship deildinni í vikunni en hann er metinn á 20 milljónir punda. (Sun)

Claude Puel, stjóri Southampton, gæti misst starfið en nokkrir leikmenn liðsins eru ósáttir við æfingaaðferðir hans. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner