banner
   lau 19. maí 2018 18:00
Ingólfur Stefánsson
3. deild: Veigar Páll skoraði tvö í sigri
Mynd: KFG
Fjórir leikir voru spilaðir í 3. deild karla í dag. Eftir leiki dagsins eru KFG og KH einu liðin sem hafa unnið fyrstu tvo leiki sína.

KFG vann Einherja í hörkuleik en KFG komst 3-0 yfir í leiknum með marki frá Jóhanni Ólafi Jóhannssyni og tveimur mörkum frá Veigari Pál Gunnarssyni.

Númi Kárason skoraði tvö mörk fyrir Einherja á lokamínútunum en Einherji náði ekki að fullkomna endurkomuna. Liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina.

KV og Vængir Júpíters gerðu markalaust jafntefli. Ljubomir Delic tryggði KF 2-0 sigur á Augnabliki.

Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði sigurmark Dalvíkur/Reynis gegn Sindra í uppbótartíma eftir hörkuleik þar sem liðin skiptust á að taka forystuna.

KFG 3-2 Einherji
1-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson (13')
2-0 Veigar Páll Gunnarsson (52')
3-0 Veigar Páll Gunnarsson (58')
3-1 Númi Kárason (80')
3-2 Númi Kárason (88')

KV 0-0 Vængir Júpíters

KF 2-0 Augnablik
1-0 Ljubomir Delic (43')
2-0 Ljubomir Delic (51')

Sindri 2-3 Dalvík/Reynir
0-1 Nökkvi Þeyr Þórisson (15')
1-1 Tómas Leó Ásgeirsson (17')
2-1 Kristinn Justiniano Snjólfsson (35')
2-2 Nökkvi Þeyr Þórisson (55')
2-3 Jóhann Örn Sigurjónsson (90')

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner