banner
   lau 19. maí 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afastrákurinn Cook skrifar undir nýjan samning
Cook kemur hér inn á í sinn fyrsta landsleik. Hann verður áfram í herbúðum Bournemouth.
Cook kemur hér inn á í sinn fyrsta landsleik. Hann verður áfram í herbúðum Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Lewis Cook er ánægður hjá Bournemouth. Hann hefur sannað það með því að skrifa undir nýjan samning.

Hinn 21 árs gamli Cook hefur skrifað undir samning við Bournemouth sem gildir til 2022.

„Ég er mjög stoltur af þessum nýja samningi, hann er kremið á kökuna fyrir það ár sem við höfum átt," segir Cook.

Cook gekk í raðir Bournemouth frá Leeds árið 2016 og hefur síðan þá leikið 41 leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir félagið. Bournemouth endaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu sem er að klárast. Það er virkilega flottur árangur.

Cook komst í fréttirnar á dögunum þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England. Afi hans vann 17 þúsund pund vegna þess.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner