Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 19. maí 2018 12:10
Hafliði Breiðfjörð
Hófið - Ósáttur áhorfandi fékk rautt spjald á Hlíðarenda
Uppgjör 4. umferðar
Pétur Guðmundsson fékk fyrirsagnirnar á Origo vellinum.
Pétur Guðmundsson fékk fyrirsagnirnar á Origo vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Tíska umferðarinnar, Óli Jó með hettuna.
Tíska umferðarinnar, Óli Jó með hettuna.
Mynd: Fótbolti.net
Það voru ekki allir að klæða sig vel í vonda veðrinu í Kaplakrika.
Það voru ekki allir að klæða sig vel í vonda veðrinu í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hvernig slapp Ragnar Bragi við rangstöðudóminn þarna?
Hvernig slapp Ragnar Bragi við rangstöðudóminn þarna?
Mynd: Stöð 2 Sport
Victor Olsen var áhorfandi á Hlíðarenda en brá sér á völlinn til að ræða við dómarann og fékk að líta rauða spjaldið.
Victor Olsen var áhorfandi á Hlíðarenda en brá sér á völlinn til að ræða við dómarann og fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það virðist sem ný höfuðfatatíska sé að líta dagsins ljós í fótboltaheiminum.  Kíktu á B5 í kvöld, líklega verða flestir mættir með hvítt höfuðfat enda strákarnir í Pepsi-deildinni Trend-setterar.
Það virðist sem ný höfuðfatatíska sé að líta dagsins ljós í fótboltaheiminum. Kíktu á B5 í kvöld, líklega verða flestir mættir með hvítt höfuðfat enda strákarnir í Pepsi-deildinni Trend-setterar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gærkvöldi þegar fjórir leikir fóru fram.

Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst eða ummælakerfið hér að neðan!

Það sem Lucas lærði: Eftir hverja umferð mun Lucas Arnold, enskur aðdáandi Pepsi-deildarinnar, gefa sitt álit á því sem stóð upp úr.
„Titilbaráttan er hafin! Ég er viss um að mörg okkar töldu að Valur gæti stungað af þetta árið, og myndi jafnvel hafa 12 stig eftir fjóra leiki, en þeir sýndu það gegn Fylki og núna Stjörnunni að þeir eru ekki óvinnandi vígi. Óli Kristjáns sýndi kjark þegar hann tók Geoffrey úr liðinu gegn KA og vá hvað það reyndist þeim vel. Lennon hélt uppteknum hætti í markaskorun og Brandur heldur áfram að bæta sig milli vikna, þeir líta út fyrir að vera mjög sterkir. Sem stendur virðist vera ómögulegt að spá fyrir um hvaða lið enda í efstu fjórum sætunum. Ég verð líka að hrósa Grindavík sem eru enn einu sinni á skriði! Sjö stig komin í sarpinn, tveir útisigrar, og flestir sem spila gegn þeim telja að þeir hafi verðskuldað meira - en þannig er Grindavík! Óli Stefán sýnir töfra sína að nýju. Ég hlakka til að sjá hvernig þeir verða þegar allir verða heilir, geri enn miklar væntingar til Alexanders Veigars og að hann muni eiga gott tímabil."

Leikur umferðarinnar: Umdeild mörk á Origo vellinum
Jafntefli Vals og Stjörnunnar er sá leikur sem flestir biðu eftir. Liðin hafa farið illa af stað og ljóst að bæði þurftu öll þrjú stigin, eitt stig dugði skammt. Það er nóg um að tala eftir þennan leik, lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmdi leikinn og það illa að Valur fékk tvö mörk frá honum á silfurfati sem færðu þeim þó stig.

Mark umferðarinnar: Almarr Ormarsson
Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Fjölnis gegn Keflavík suður með sjó í gærkvöldi. „Sigurmarkark Almars var stórkostlegt. Kemur örugglega til með að detta í flokkinn " mark ársins " í haust," skrifaði okkar maður Lárus Ingi Magnússon í skýrslu sinni á Fótbolta.net en Almarr hamraði boltann í fjær hornið eftir frábæra sókn.

EKKI lið umferðarinnar:
Víkingur Reykjavík á fjóra fulltrúa í ekki liðinu að þessu sinni eftir tapið gegn Grindavík.


Dómaramistök umferðarinnar
Þó mönnum sé tíðrætt um dómaramistök á Origo-vellinum þá komast þau ekki í hálfkvisti við klúðrið hjá Helga Mikael Jónassyni í Egilshöll á fimmtudaginn. Derby Carillo markvörður ÍBV þrumaði boltanum í Jonathan Glenn og þaðan fór hann til Ragnars Braga Sveinssonar sem var fyrir aftan markvörðinn og skoraði. Myndin hér til hliðar sýnir þetta. Hvernig Helga og Andra Vigfússyni aðstoðarmanni hans datt ekki í hug að dæma rangstöðu er rannsóknarefni.

Hvar var Grétar Guðjohnsen?
KR átti ekki nægilega marga leikmenn til að manna leikmannahóp sinn gegn Breiðabliki en aðeins fimm af sjö leyfilegum varamönnum voru á bekknum. Rifjaðist þá upp fyrir mönnum auglýsingaherferð Ölgerðarinnar af Grétari Guðjohnsen sem er alltaf 19. maður í hópi KR og nær því ekki á bekkinn. Afhverju sleppti Rúnar honum í þetta sinn þegar hann vantaði varamenn?




Lægðin er komin
Það kom að því að fá eina lægð yfir landið sem myndi hafa áhrif á fótboltann. Útileikjum fimmtudagsins var frestað til föstudagsins útaf slæmu veðri nema í Kaplakrikanum. FH kvartaði sáran yfir að þurfa að spila í roki og rigningu en KA menn sögðust harðir og vilja spila. Menn virðast þó gleyma því að leikurinn er spilaður fyrir áhorfendur, aðeins um 300 manns létu sjá sig á leiknum og ljóst að fólk valdi að sitja heima og sjá leikinn í sjónvarpinu. Ekki bætti svo úr skák að leikurinn var spilaður á sama tíma og handboltalið FH spilaði gríðarlega mikilvægan leik. Við minnum félögin á að halda áfram metnaði fyrir að fá fólk á völlinn og bjóða upp á sem bestar aðstæður til þess.

Tíska umferðarinnar
Það er hefð fyrir því að tala um ný höfuðföt hjá Óla Jó og að þessu sinni vakti hann athygli í viðtölum eftir 2-2 jafnteflið við Stjörnuna. Óli mætti í hettupeysu með hettuna yfir höfuðið og ljóst að margur unglingurinn yrði stoltur af lúkkinu. Myndina má sjá hér hægra megin.

Dómari umferðarinnar: Þóroddur Hjaltalín
Þóroddur hélt uppteknum hætti með góðri frammistöðu í sumar. Hann hefur verið besti dómarinn okkar í fyrstu umferðunum. „Þóroddur átti góðann leik. Fór lítið fyrir honum á vellinum og skilaði sínu verki vel í dag," skrifaði Sverrir Örn Einarsson sem fjallaði um leik Víkings og Grindavíkur fyrir Fótbolta.net í skýrslu sinni.

Rauða spjald umferðarinnar:
Stjörnumenn voru ósáttir við Pétur Guðmundsson dómara eftir 2-2 jafnteflið við Val. Pétur þurfti að taka óvenjulega ákvörðun eftir leik þegar hann sýndi áhorfanda rauða spjaldið. Victor Olsen starfsmaður Stjörnunnar óð inn á völlinn eftir leik og hraunaði yfir Pétur. Victor var ekki á skýrslu heldur áhorfandi á útileik sinna manna og þrátt fyrir það tók Pétur upp rauða spjaldið og sýndi Victori. Victor var svipað velkominn inn á völlinn eftir leik eins og tengdapabbi Ögmundar á fréttamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner