Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. maí 2018 15:22
Ingólfur Stefánsson
Byrjunarliðin í úrslitaleik FA bikarsins: Lukaku á bekknum
Rashford er í byrjunarliðinu
Rashford er í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stórleikur Manchester United og Chelsea í úrslitum FA bikarsins á Englandi hefst von bráðar. Byrjunarlið liðanna eru klár. Þetta er eini séns liðanna á titli í vetur og því mikið undir.

David De Gea byrjar í markinu hjá Manchester United en Sergio Romero er nýkominn úr meiðslum. Romelu Lukaku er einnig að jafna sig af meiðslum en hann byrjar á varamannabekk Manchester United í dag.

Marcus Rashford byrjar upp á topp ásamt Jesse Lingard og Alexis Sanchez. Paul Pogba er á miðjunni ásamt Matic og Herrera.

Hjá Chelsea byrjar Olivier Giroud frammi en byrjunarlið liðanna má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Manchester United:De Gea, Valencia(F), Jones, Smalling, Young, Matic, Herrera, Pogba, Lingard, Sanchez, Rashford
Varamannabekkur: Romero, Bailly, McTominay, Lukaku, Martial, Darmian, Mata

Byrjunarlið Chelsea:Courtois, Azpilicueta, Cahill (F), Rudiger, Moses, Kante, Fabregas, Bakayoko, Alonso, Hazard, Giroud.
Varamannabekkur:Caballero, Zappacosta, Chalobah, Barkley, Pedro, Willian, Morata.
Athugasemdir
banner
banner
banner