lau 19. maí 2018 12:30
Ingólfur Stefánsson
Conte mögulega rekinn þó að hann vinni bikarinn
Mynd: Getty Images
Antonio Conte stjóri Chelsea telur að það sé enn möguleiki á því að hann verði rekinn frá félaginu þó svo að honum takist að gera liðið að enskum bikarmeistara í dag.

Chelsea og Manchester United mætast klukkan 16.15 á Wembley. Chelsea náði ekki Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni og tap í dag þýðir að liðið fari titlalaust í gegnum tímabilið.

Staða Conte hjá liðinu hefur verið til umræðu í gegnum allt tímabilið og telja margir að tími hans hjá Chelsea sé að líða undir lok.

„Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna úrslitaleikinn. Við höfum lagt mikla vinnu í þetta tímabil. Það eina sem við hugsum um núna er að vinna leikinn, það er það mikilvægasta fyrir mig og leikmennina."

„Það er hægt að vinna úrslitaleiki en verða samt rekinn ef félagið telur ástæðu til þess. Þetta verður síðasti leikur minn á þessu tímabili. Ég er enn samningsbundinn Chelsea og ég mun standa við minn samning."
Athugasemdir
banner
banner