Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. maí 2018 12:00
Ingólfur Stefánsson
De Gea spilar úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir að David De Gea muni byrja í marki Manchester United í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea í dag. Hann segir ástæðuna vera að Sergio Romero sé nýsnúinn til baka úr meiðslum.

De Gea er markvörður númer 1 hjá United en Romero spilaði alla leiki liðsins í bikarnum fyrir undanúrslitin.

Hann varð fyrir meiðslum í 6-1 tapi argentínska landsliðsins gegn Spáni og missti af 2-1 sigrinum á Tottenham.

Romero spilaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fyrra þegar Manchester United vann Ajax 1-0.

Romero er búinn að jafna sig af meiðslunum og stóð í marki United í 1-0 sigri gegn Watford síðasta sunnudag. Mourinho telur þó öruggara að hafa De Gea í markinu í dag.

„Romero var meiddur í langan tíma. Hann æfði í raun bara eina viku fyrir Watford leikinn. Það er ástæðan. Þetta snýst ekki um traust ."

„Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar var mun mikilvægari en þessi leikur. Ég spilaði honum þar svo að þetta snýst ekki um traust mitt í garð hans. Þetta snýst um að hann er að koma úr erfiðum meiðslum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner